Fótbolti

Real Madrid leitar til Ajax

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Donny van de Beek í leik með Hollandi í úrslitum Þjóðadeildarinnar.
Donny van de Beek í leik með Hollandi í úrslitum Þjóðadeildarinnar. vísir/getty
Real Madrid hefur nú aftur beint spjótum sínum að hollenska miðjumanninum Donny van de Beek og vilja forráðamenn spænska stórveldisins að þessi 22 ára gamli leikmaður komi til félagsins í sumar.

Real hefur áður verið orðað við kappann en talið er að þeir hafi fyrst ætlað að reyna til þrautar við Paul Pogba, miðjumann Man Utd. Nú er hins vegar ekki útlit fyrir að Madridarliðið hafi efni á Pogba og er De Beek því aftur kominn í spilið.

Ajax vill þó fá 65 milljónir evra fyrir De Beek en hann skoraði 17 mörk á síðustu leiktíð.

Var hann í algjöru lykilhlutverki í miðjuspili Ajax ásamt Frenkie de Jong sem var keyptur til Barcelona fyrr í sumar á 86 milljónir evra.

Madridingar hafa verið afar duglegir á leikmannamarkaðnum í sumar og pungað út meira en 300 milljónum evra í þá Eden Hazard, Luka Jovic, Ferland Mendy, Rodrygo Goes og Eder Militao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×