Fótbolti

Goðsögnin Valderrama segir James að finna sér nýtt félag

Anton Ingi Leifsson skrifar
James í leik með Kólumbíu í sumar.
James í leik með Kólumbíu í sumar. vísir/getty
Kólumbíska goðsögnin,  Carlos Valderrama, segir að landi sinn, James Rodriguez, eigi að yfirgefa Real Madrid hið snarasta.

James er samningsbundinn Real en hefur eytt síðustu tveimur árum á lánssamningi hjá Bayern Munchen. Nú er hann hins vegar mættur aftur til Spánar.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur gefið það í skyn að James fái ekki mikinn spiltíma verði hann áfram í spænsku höfuðborginni en Kólumbíumaðurinn hefur enn ekki fundið sér nýtt félag.

„James? Hann ætti að fara í annað lið. Þjálfarinn vill hann ekki og hann mun ekki spila í Real Madríd. Hann ætti að fara. Það er bara þannig,“ sagði goðsögnin í samtali við Blog Deportivo.

„Þegar James skrifaði undir hjá Real voru stuðningsmennirnir spenntir og einnig forsetinn en þjálfarinn vill hann einfaldlega ekki. Vandamálið er að ef hann verður áfram hjá Real spilar hann ekki.“

„Það væri betra fyrir hann að fara frá félaginu því þjálfarinn er eini sem stýrir því hverjir eru í byrjunarliðinu. Ef horft er á hæfileika hans gæti hann spilaði í öllum félögum í heiminum,“ sagði Valderrama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×