Með heila þjóð á bakinu: Sex sjónvarpsstöðvar sýndu kynninguna á Joao Felix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 14:30 Joao Felix spilar að sjálfsögðu í númer sjö hjá Atlético Madrid. Getty/Burak Akbulut/ Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05. Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05.
Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira