Fótbolti

Real Madrid búið að kaupa leikmenn fyrir 344 milljónir punda og júní er ekki hálfnaður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luka Jovic, einn af nýju leikmönnum hjá Real Madrid, ásamt Florentino Pérez, forseta félagsins.
Luka Jovic, einn af nýju leikmönnum hjá Real Madrid, ásamt Florentino Pérez, forseta félagsins. vísir/getty
Real Madrid gekk í gær frá kaupunum á franska vinstri bakverðinum Ferland Mendy.



Mendy er fimmti leikmaðurinn sem Real Madrid kaupir í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru þar til næsta tímabil hefst.

Auk Mendys er Real Madrid búið að kaupa Eden Hazard, Luka Jovic og Brasilíumennina ungu og efnilegu Éder Militao og Rodrygo. Fyrir þessa fimm leikmenn greiddi Real Madrid 344 milljónir punda samkvæmt Daily Mail.

Hazard var þeirra dýrastur en Real Madrid greiddi Chelsea 150 milljónir fyrir Belgann. Hann verður kynntur formlega til leiks hjá Real Madrid í dag.

Jovic kostaði 62 milljónir punda en Real Madrid keypti serbneska framherjann frá Frankfurt. Miliato kom fyrir 43 milljónir punda frá Porto og Rodrygo frá Santos fyrir 40 milljónir punda.

Real Madrid olli vonbrigðum á síðasta tímabili og vann engan titil. Forráðamenn félagsins eru staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig ef marka má sumarkaupin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×