Fótbolti

Pochettino þarf ekki að taka út bann í úrslitaleiknum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mauricio Pochettino verður á hliðarlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1. júní. Hann verður hins vegar á skilorði hjá UEFA í eitt ár.

Fyrri leikur Tottenham og Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fór ekki af stað á réttum tíma og í þeim tilvikum eru stjórar beggja félaga ábyrgir fyrir því, sama hverjar aðstæðurnar eru, samkvæmt reglum UEFA.

Erik Ten Hag hjá Ajax fékk viðvörun vegna málsins en þar sem þetta var í annað skipti í vetur sem leikur þar sem Tottenham á í hlut fer seint af stað þá var Pochettino dæmdur í eins leiks bann.

Hann mun hins vegar ekki þurfa að sitja bannið út því í staðinn verður hann næsta heila árið á skilorði hjá UEFA samkvæmt fréttamiðlum á Englandi.

Pochettino tekur skilorðinu líklega fagnandi því hann hefði ekki viljað missa af því að standa á hliðarlínunni og stýra Tottenham í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×