Fótbolti

Pochettino í tárum: „Takk fótbolti og takk leikmennirnir mínir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hress Pochettino og Lloris í leikslok.
Hress Pochettino og Lloris í leikslok. vísir/getty
Maurico Pochettino, stjóri Tottenham, var í tárum

„Það er enn erfitt að tala. Tilfinningin er ótrúleg, þakkir til fótboltans. Leikmennirnir mínir eru hetjur og síðasta ár hef ég verið að segja þeim að þeir eru hetjur,“ sagði Pochettino við BT Sport í leikslok.

„Síðari hálfleikurinn var ótrúlegur. Svona tilfinningar koma ekki fram nema í fótbolta. Þakkir til allra sem höfðu trú á okkur og að lýsa þessu í orðum er erfitt.“

„Við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að leggja mikið á okkur og við sýndum að við elskum sportið og fótboltann. Dagurinn í dag er ótrúlegur. Það var unun að horfa á þetta.“







„Það er svo erfitt að keppa á þessu stig. Ég er svo þakklátur að vera stjóri. Að vera í fótbolta og lifa fyrir fótbolta,“ sagði hrærður Potchettino.

„Þeir eru allir hetjur en Moura er súperhetjan,“ sem að endingu þakkaði fjölskyldu sinni.

„Ég vil minnast á fjölskyldu mína. Þetta er ótrúlegt gagnvart þeim. Við verðum að vera tilbúnir á sunnudaginn og undirbúa okkur svo fyrir úrslitaleikinn,“ sagði Pochettino.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×