Fótbolti

Real ætlar að gera Bernabéu að besta íþróttaleikvangi heims | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi útkoma á eftir að verða glæsileg.
Þessi útkoma á eftir að verða glæsileg. mynd/real madrid
Í sumar verður hafist handa við að breyta heimavelli Real Madrid, Santiago Bernabéu, og völlurinn á að verða sá flottasti í heiminum eftir fjögur ár.

Bernabéu er reyndar ekkert slor í dag. Tekur 81 þúsund manns í sæti og er mikil gryfja. Félagið vill þó gera enn betur en ekki á kostnað sætanna sem verða áfram jafn mörg.

Real mun geta spilað áfram á vellinum þó svo framkvæmdir verði í gangi. Það sem meðal annars á að gera er að setja þak yfir leikvanginn sem hægt er að opna og loka að vild.

Einnig á að koma skjár sem nær hringinn í kringum völlinn. „Þetta á að vera flottasti stafræni leikvangur heims,“ sagði Florentino Perez, forseti Real. „Þetta verður besti íþróttaleikvangur heims.“

Real hefur spilað á Santiao Bernabéu síðan árið 1947 og vill alls ekki flytja af þeim frábæra stað sem völlurinn er á.

Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig völlurinn á að líta út eftir fjögur ár og ef það gengur eftir eiga gestir vallarins von á góðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×