Greiða félagsmönnum sínum laun sem voru hjá WOW Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 15:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is. Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að greiða þeim félagsmönnum VR sem störfuðu hjá WOW air laun um mánaðamótin. 250 félagsmenn VR störfuðu hjá flugfélaginu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greindi fréttastofu frá þessu eftir að forsvarsmenn stéttarfélagsins höfðu fundað í dag með félagsmönnum sem störfuðu hjá WOW air. Verða laun greidd út frá því sem starfsmennirnir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa og mun stéttarfélagið síðan gera kröfu í ábyrgðarsjóðinn. Ragnar Þór sagði ástand félagsmannanna sem störfuðu hjá VR eftir atvikum ágætt en auðvitað sé um mikið áfall að ræða. Hann sagði VR ætla að aðstoða félagsmenn sína í atvinnuleit og að stéttarfélagið muni veita þeim eftir fremsta megni stuðning. Hann sagði erfitt að svara því hvort hann búist við að fleiri félagsmenn VR muni missa vinnuna vegna gjaldþrots WOW air. Um sé að ræða mikinn skell og hann muni ekki eftir jafn miklum fjölda uppsagna. Þjóðfélagið þurfi nú að vinna úr þessu áfalli í sameiningu og komast aftur á réttan kjöl. Uppfært klukkan 16:40: VR sendi frá sér tilkynningu um málið rétt í þessu sem má lesa hér fyrir neðan:VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir útistandandi launum, launum á uppsagnarfresti og áunnum réttindum félagsmanna sinna, þegar þeir hafa skilað inn gögnum vegna málsins. Þess vegna er mikilvægt að allir skili inn til VR launaseðlum sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og öðrum gögnum er tengjast vinnusambandinu. Rétt er að nefna að launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú sem þýðir að slíkar kröfur eru greiddar fyrstar ef einhverjar eignir eru fyrir hendi í búinu. Ef þrotabúið reynist eignarlaust eru launakröfur tryggðar hjá Ábyrgðasjóði launa upp að hámarki kr. 633.000 á mánuði. Launakröfur síðustu þriggja mánaða í starfi eru tryggðar auk allt að þremur mánuðum í uppsagnarfresti. Hér eru frekari upplýsingar um gjaldþrot fyrirtækja og réttarstöðu starfsmanna.VR vill benda félagsmönnum á að mikilvægt er að þeir skrái sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun sem allra fyrst þar sem bætur eru greiddar frá þem degi sem umsókn berst auk þess sem slík skráning er forsenda þess að Ábyrgðasjóður launa greiði út launakröfu vegna óunnins uppsagnarfrests hjá gjaldþrota fyrirtæki.Sjá hér vef Vinnumálastofnunar.Þar sem laun vegna marsmánaðar verða ekki greidd af félaginu hefur stjórn VR ákveðið að lána starfsmönnum ákveðna upphæð vegna marslauna sem VR fær svo greitt frá Ábyrgðasjóði launa þegar uppgjör á sér stað. Greiðslan mun ekki nema hærri upphæð en sem sjóðurinn tryggir.Ef þú hefur frekari spurningar um réttarstöðu þína hafðu samband við kjaramálasvið VR í síma 510 1700 eða sendu fyrirspurn á vr@vr.is.
Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira