Innlent

Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Frá vettvangsferð dómara að Búllunni Dalvegi í gær.
Frá vettvangsferð dómara að Búllunni Dalvegi í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni.

Við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjaness í gær vísaði Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari annars vegar til dóms yfir lögreglumanni sem fékk 250.000 króna sekt og hins vegar til máls þar sem ákærða var ekki gerð sérstök refsing, vegna þeirra aðstæðna sem voru fyrir hendi þegar hann braut af sér, en hann var að stöðva bifhjól á ofsaakstri í íbúðabyggð. Sagði Kolbrún fyrir dómi að svipuð sjónarmið ættu við í þessu máli.

Brotaþolinn fer fram á sjö milljónir í skaðabætur. Dóms er að vænta eftir nokkrar vikur.


Tengdar fréttir

Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna

Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu.

Upptöku vantar af harkalegri handtöku

Tuttugu mínútna bút vantar í upptöku úr öryggismyndavél frá því þegar maður tvífótbrotnaði við handtöku. Ástæðan fyrir því að ekki er til upptaka er ekki kunn en héraðssaksóknari rannsakar málið.

Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku

Ríkissaksóknari hefur falið héraðssaksóknara að hefja ákæruferli gegn lögreglumanni vegna harkalegrar handtöku við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Héraðssaksóknari hafði áður ákveðið að ákæra ekki í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×