Fótbolti

Kevin Prince Boateng óvænt á leiðinni til Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Prince Boateng í leik á móti Lionel Messi og Barcelona þegar Ganamaðurinn var leikmaður AC Milan.
Kevin Prince Boateng í leik á móti Lionel Messi og Barcelona þegar Ganamaðurinn var leikmaður AC Milan. Getty/Valerio Pennicino
Miðjumaðurinn Kevin Prince Boateng, fyrrverandi leikmaður Portsmouth og núverandi leikmaður ítalska liðsins Sassuolo, mun klára tímabilið sem liðsfélagi Lionel Messi.

Sky Sports segir frá því að Barcelona ætli að fá Kevin Prince Boateng á láni frá Sassuolo.





Barcelona mun borga Sassuolo 1,75 milljón punda fyirr, 273 milljónir íslenskra króna, og getur síðan keypt Boateng fyrir sjö milljónir punda í sumar.

Giovanni Carnevali, framkvæmdastjóri Sassuolo, flýgur til Barcelona í kvöld til þess að ganga endanlega frá samningnum.





Boateng er á sínu fyrsta tímabili með Sassuolo og hefur skorað 4 mörk í 13 leikjum með liðinu í ítölsku A-deildinni.

Kevin Prince Boateng var síðast í spænsku deildinni tímabilið 2016-17 og skoraði þá 10 mörk í 28 deildarleikjum með Las Palmas. Hann fór frá Las Palmas til Eintracht Frankfurt.

Boateng, sem er 31 árs gamall, hefur flakkað mikið á ferli sínum en hann hefur einnig spilað fyrir Hertha Berlin, Borussia Dortmund, Schalke, Tottenham, Portsmouth og AC Milan.

Uppfært 20.37: Barcelona hefur nú staðfest komu Boateng eins og má sjá í færslu félagsins á Twitter nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×