Fótbolti

Hamrén: Sé ekki eftir því að hafa tekið starfið að mér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamrén á hliðarlínunni í sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli.
Hamrén á hliðarlínunni í sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli. vísir/vilhelm
Þó svo Erik Hamrén sé fúll með niðurstöðu fyrstu landsleikja Íslands undir hans stjórn þá er engan bilbug á honum að finna.

Hann var spurður að því hvort hann sæi eftir því að hafa tekið að sér sér starfið.

„Nei, ég geri það ekki. Ég vissi er ég tók að mér starfið að þetta yrði mjög erfitt. Fyrstu fimm leikir liðsins undir minni stjórn eru gegn liðum á topp tíu á heimslistanum. Það var ekkert við því að gera," sagði Hamrén.

„Það er hægt að vera sigurvegari þó svo maður tapi leik. Ef menn geta gengið hnarreistir af velli eftir að hafa lagt allt í leikinn. Að menn geti litið í spegil og séð mann sem gaf allt sem hann gat.

„Við vorum mjög svekktir eftir leikinn gegn Sviss því þá gerðum við ekki okkar bestu og fórum ekki eftir leikáætlun okkar. Við spiluðum ekki sem lið. Við bættum úr því í dag."


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Belgía 0-3 │ Belgar felldu vígið í Laugardalnum

Ísland tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Laugardalsvelli í fimm ár í kvöld er stórkostlegt lið Belga vann sannfærandi 3-0 sigur. Liðið er því án stiga og með markatöluna 0-9 eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni. Engin draumabyrjun á landsliðsþjálfaraferli Erik Hamrén.

Hamren: Liðið er sigurvegari dagsins

Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var stoltur af íslensku strákunum þrátt fyrir 2-0 tap gegn Belgíu á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×