Fótbolti

Gylfi og Raggi neituðu að koma í viðtöl

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Ragnar Sigurðsson neituðu að tala við fjölmiðla eftir tap Íslands fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland tapaði leiknum 0-3 en sýndi mun betri frammistöðu en þegar Svisslendingar sundurspilaði íslenska liðið á laugardaginn.

Bæði Gylfi og Ragnar voru beðnir um að koma í viðtöl við Stöð 2 Sport strax að leik loknum en neituðu því. Þeir létu svo heldur ekki sjá sig á blönduðu viðtalssvæði fjölmiðla eftir leikinn.

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi landsliðsins, tjáði blaðamönnum að þeir myndu ekki mæta í viðtal.

Gylfi var fyrirliði liðsins í leikjunum tveimur í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×