Sport

Serena spilaði sinn besta leik eftir endurkomuna í sigri á Venus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Systurnar mættust enn á ný í nótt.
Systurnar mættust enn á ný í nótt. Vísir/Getty
Serena Williams spilaði sinn besta leik síðan hún eignaðist barn fyrir ári síðan þegar hún vann systur sína Venus á Opna bandaríska risamótinu í tennis.

Systurnar hafa verið tvær stærstu stjörnur tennisheimsins síðustu ár og marg oft mæst á tennisvellinum. Þær mættust í þriðju umferð Opna bandaríska risamótsins í nótt.

Serena er tiltölulega nýkomin til baka eftir barnsburð, hún átti sitt fyrsta barn fyrir ári síðan. Hún hefur ekki alveg náð sínum fyrri hæðum en minnti á sig í nótt.

Leikurinn tók aðeins rétt rúma klukkustund og vann Serena í tveimur settum 6-1, 6-2.

„Þetta var besti leikur minn síðan ég sneri aftur,“ sagði Serena eftir leikinn.

Sigurinn var jafnframt jöfnun á stærsta sigri Serena á systur sinni í sögunni, hún vann síðast svo auðveldlega árið 2013.

„Ég gerði ekki mikið af mistökum. Hún bara gerði allt rétt,“ sagði Venus.

Serena mætir Kaia Kanepi frá Eistlandi í fjórðu umferðinni, 16-manna úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×