Fótbolti

Guðni Bergs: Erfitt að viðhalda þessum árangri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðni Bergsson og hið nýja þjálfarateymi Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.
Guðni Bergsson og hið nýja þjálfarateymi Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson. vísir
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta æfði í Schrun í Austurríki í síðasta skipti í dag. Liðið hélt til St. Gallen eftir æfinguna þar sem liðið mætir Sviss á laugardag.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var mættur til Austurríkis og ræddi við Guðmund Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Eins og alltaf með nýjum þjálfara er nýtt upphaf að vissu leiti. Við erum að byggja á grunni, góðum árangri sem hefur náðst undanfarin ár og við ætlum að virða það,“ sagði Guðni.

„Byggja á þeim gildum sem hafa dugað okkur vel en auðvitað koma nýjar áherslur með nýjum manni.“

„Ég held að við séum bara bjartsýn á framhaldið, en vissulega er byrjunin á hans ferli með liðið erfið.“

Ísland hefur farið á síðustu tvö stórmót og er nú í frábærum séns á að komast á það þriðja, liðið hefur líklega aldrei staðið eins vel að vígi þegar kemur að undankeppni EM. Guðni segir alveg hægt að gera kröfu á landsliðið að komast aftur á stórmót.

„Við áttum okkur á því að það er erfitt að viðhalda þessu og í því fellst verkefnið okkar.“

„Liðið er aðeins að eldast og við verðum líka að horfa aðeins fram á veginn,“ sagði Guðni Bergsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×