Sport

Potro mætir Djokovic í úrslitum eftir að Nadal hætti vegna meiðsla

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Djokovic fagnar í undanúrslitaeinvíginu
Djokovic fagnar í undanúrslitaeinvíginu Vísir/Getty
Efsti maður heimslistans, Rafael Nadal þurfti að hætta vegna meiðsla í miðjum undanúrslitaeinvígi sínu gegn Juan Martin del Potro á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Potro mætir Djokovic í úrslitaeinvíginu.



Spánverjinn Rafael Nadal þurfti að draga sig úr keppni í undanúrslitaeinvígi gegn góðvini sínum, Argentínumanninum, Juan Martin del Potro.



Potro er því kominn í úrslitaeinvígið á stórmóti í fyrsta sinn síðan 2009, en þá vann hann einmitt bandaríska meistaramótið. Titillinn 2009 er eini stórmeistaratitill Potro til þessa en hann situr í þriðja sæti heimslistans.



Í hinu undanúrslitaeinvíginu mættust Serbinn Novak Djokovic og Japaninn Kei Nishikori.



Fyrirfram var búist við sigri Djokovic en hann hefur haft góð tök á Nishikori. Þetta var í sautjánda sinn sem þeir mættust á tennisvellinum. Fyrir hafði Djokovic unnið Nishikori fjórtán sinnum.



Djokovic vann nokkuð örugglega 3-0 og mætir hann því Potro í úrslitum. Djokovic hefur tvisvar sinnum unnið bandaríska meistaramótið en með sigri í úrslitunum kemst hann upp að hlið bandarísku goðsagnarinnar Peter Sampras yfir fjölda stórmeistaratitila en Sampras vann fjórtán titla á ferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×