Fótbolti

Ungir drengir endurgerðu úrslitaleik HM | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
VÍTI!
VÍTI!
Frakkar urðu heimsmeistarar í fótbolta á sunnudaginn þegar að þeir lögðu Króatíu í úrslitaleik, 4-2. Með því lauk einu besta heimsmeistaramóti sögunnar en Frakkar unnu þar sinn annan heimsmeistaratitil.

Rússneskir drengir voru fengnir til að endurgera úrslitaleikinn fyrir sjónvarpsstöðina RT í Rússlandi og verður að segja að þeim tókst frábærlega til.

Þeir léku eftir öll mörkin og vítaspyrnudóminn umdeilda sem kom til eftir að argentínski dómarinn Néstor Pitana fór yfir atvikið á myndbandi.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband þar sem drengirnir ungu endurgera úrslitaleik HM 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×