Fótbolti

Löw ætlar að halda áfram með Þýskaland

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Löw á hliðarlínunni
Löw á hliðarlínunni Vísir/getty
Joacim Löw verður áfram landsliðsþjálfari Þýskalands þrátt fyrir hörmulegt gengi liðsins á HM í Rússlandi þar sem liðið hafnaði í neðsta sæti F-riðils á eftir Mexíkó, Svíþjóð og Suður Kóreu.

Löw gerði nýjan fjögurra ára samning við þýska knattspyrnusambandið þann 15.maí síðastliðinn og hefur nú tekið ákvörðun um að standa við hann.

Áður hafði verið greint frá því að Löw væri að íhuga framtíð sína í kjölfar vonbrigðanna í Rússlandi en þýska knattspyrnusambandið gaf strax út að vilji væri fyrir því að Löw héldi áfram með liðið.

Nú er Löw búinn að hugsa málin og hefur ákveðið að taka slaginn. Þýski fjölmiðillinn Bild greinir frá þessu í morgun.

Löw hefur stýrt þýska landsliðinu frá árinu 2006 en hann tók við stjórnartaumunum eftir að hafa verið aðstoðarmaður Jurgen Klinsmann á árunum 2004-2006.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×