Innlent

Fimm ára dómur fyrir tilraun til manndráps staðfestur í Landsrétti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ákærða krafðist aðallega sýknu en til vara að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa.
Ákærða krafðist aðallega sýknu en til vara að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa. Vísir/Hanna
Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir Ingibjörgu Evu Löve fyrir tilraun til manndráps. Þá var hún dæmd til að greiða brotaþola 800 þúsund krónur í miskabætur auk alls áfrýjunarkostnaðar málsins, rúma eina milljón króna.

Sjá einnig: Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“

Í dómsorði kemur fram að Ingibjörg hafi ruðst grímuklædd ásamt öðrum manni inn á heimili brotaþola, ráðist að honum með hafnaboltakylfu og stungið hann með hnífi þannig að hann hlaut af sár hægra megin á brjóstkassa, auk yfirborðsáverka á höfði og líkama. Við rannsókn kom í ljós að stungusárið lá rétt við hægra lunga og nálægt slagæð.

Ákærða krafðist aðallega sýknu en til vara að henni verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og að refsing verði bundin skilorði að hluta eða öllu leyti. Þá krafðist hún þess að gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 5. júní 2017 komi að öllu leyti til frádráttar refsingu.

Landsréttur staðfest í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ingibjörgu sem kveðinn var upp í byrjun nóvember í fyrra. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að brot ákærðu var fólskulegt, heiftúðugt og tilefnislaust auk þess að hún beitti hættulegum aðferðum og vopnum.

Dóm Landsréttar má lesa í heild hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×