Fótbolti

Rússneska mínútan: „Allir mínir óttar hafa komið fram í þessari bílferð“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tómas Þór Þórðarson átti innslag kvöldsins í liðnum „Rússneska mínútan“ í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport.

Mínútan var brot úr leigubílferð Tómasar á leið á æfingasvæði Svía á dögunum. Þar fór hann yfir sinn helsta ótta við Rússlandsförina; umferðarmenninguna í Rússlandi.

Bílstjóri leigubílsins var ekki í öryggisbelti, sem er víst eðlileg hegðun bílstjóra í Rússlandi að frásögn Tómasar, og gekk svo langt að vera búinn að stinga einhverjum málmhlut í móttakara sætisbeltisins svo bíllinn dinglaði ekki á hann.

„Allir mínir óttar hafa komið fram í þessari bílferð,“ sagði Tómas og stóð ekki á sama.

Hann hefur þó komist heill frá þessari bílferð og skilaði inn skemmtilegu innslagi sem sjá má í sjónvarpsglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×