Tólfan hefur aldrei lekið leyndarmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2018 14:00 Meðlimir Tólfunnar passa upp á upplýsingarnar sem þau fá frá Heimi fyrir leik. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er að sjálfsögðu miðpunkturinn í umfjöllun bandaríska íþróttablaðsins Sport Illustrated um landslið Íslands á HM í Rússlandi. Íslensku strákarnir fengu eina af forsíðum bandaríska blaðsins þar sem fjallað var ítarlega um komandi heimsmeistaramót í fótbolta. Grant Wahl skrifar greinina í Sport Illustrated og minnist að sjálfsögðu að Heimir hafi setti tannlæknisstarfið til hliðar þegar hann tók við íslenska landsliðinu. Hann gerir einnig mikið úr þeirri hefð að Heimir hittir alltaf liðsmenn Tólfunnar fyrir hvern heimaleik og fer yfir byrjunarliðið sitt, leikskipulag og annað tengt liðinu. Heimir sýnir stuðningsmönnunum einnig pepp-myndbandið sem strákarnir sjálfir fá að sjá fyrir leikinn. Heimir byrjaði á þessu fyrir sjö árum þegar íslenska landsliðið var númer 104 á FIFA-listanum og hefur ekki breytt útaf venjunni þótt að íslensku strákarnir hafi þotið upp FIFA-listann og hafa nú komist inn á tvö stórmót.Loved visiting Iceland and learning how its soccer culture has led to the nation's incredible global rise. A classic underdog story that transcends sports and provides lessons for the United States https://t.co/i8ifVkXRQlpic.twitter.com/XTsTaeVlBu — Grant Wahl (@GrantWahl) June 1, 2018 „Ég er búinn að gera þetta núna í sjö ár, og ekkert, ég endurtek, ekkert, hefur lekið út í samfélagsmiðla. Engu hefur lekið út þrátt fyrir að þau séu að fá miklar og jafnvel verðmætar upplýsingar. Þeir gætu eflaust selt þessa vitneskju,“ sagði Heimir við Sport Illustrated um þessa hefð. „Þetta hefði aldrei verið mögulegt nema af því að allir í þessu samfélagi bera svona mikil traust til hvers annars,“ segir Heimir. „Ég lít svo á að þú getir öðlast virðingu með því að vera opin og hreinskilinn. Við segjum stuðningsmönnunum alltaf frá því hvernig við ætlum að spila. Með því tryggjum við að við erum alltaf dæmdir eftir því hvort við náum markmiðum okkar eða ekki. Sömu sögu er að segja af samskiptum okkar við fjölmiðla. Með því fáum við frekar réttmæta gagnrýni,“ segir Heimir. Það má lesa alla greinina með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira