Fótbolti

Brasilía lang fjölmennasta þjóðin en Ísland rúmlega sex hundruð sinnum minna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslendingar á EM í Frakklandi.
Íslendingar á EM í Frakklandi. vísir/getty
Nick Harris, íþróttaáhugamaður mikill, birti skemmtilega færslu á Twitter-síðu sinni í kvöld en hann er mikill áhugamaður um tölfræði og íþróttir.

Í kvöld beindi Harris spjótum sínum að HM en þar tók hann saman hversu margir búa í hverju landi fyrir sig af þeim liðum sem komin eru á HM.

Þar er Ísland með mannfjölda upp á 334 þúsund manns en Ísland er fámennasta þjóðin í sögunni sem hefur komist á HM. Í raun hafði ekki þjóð undir milljón íbúa komist á HM áður en Ísland tryggði sér sætið.

Brasilia er á toppi listans. Þar búa rúmlega 209 milljón manna en Brasilía er 627 sinnum stærra en Ísland hvað varðar íbúafjölda. Lygilegar tölur.

Alla töflu Nick má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×