Jói Berg: Ég reyndi að vera rómantískur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. maí 2018 14:00 Jóhann Berg í landsleik gegn Perú í mars. vísir/getty Árið hefur verið magnað hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var í lykilhlutverki hjá spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk svo nýjan samning og er nýbúinn að trúlofa sig. Svo er HM fram undan. Þvílíkt ár. „Persónulega var tímabilið hjá mér gott sem og hjá liðinu. Að ná sjöunda sætinu, sem er Evrópudeildarsæti, var auðvitað magnað afrek. Ég kem því inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust og hlakka til þess að hjálpa liðinu að gera góða hluti í Rússlandi,“ segir Jóhann Berg kátur í sólinni í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma á óvart að Jóhann hafi framlengt samningi sínum við Burnley enda gengur allt upp hjá honum þar. „Við fjölskyldan búum í Manchester og líkar vel þar. Ég spila svo alla leiki fyrir Burnley í úrvalsdeildinni þannig að ég er mjög sáttur við að vera áfram. Ég skrifaði undir samning svo snemma að það reyndi aldrei á áhuga annarra liða,“ segir Jóhann Berg en hann fær að reyna sig í Evrópudeildinni næsta vetur. „Sex stærstu liðin eru langt á undan öllum öðrum og það var því frábært að ná næsta sæti á eftir þeim. Næsta tímabil verður gríðarlega erfitt með Evrópudeildinni og mikið álag. Við förum inn með tilhlökkun og fyrsta markmð er alltaf að halda sætinu í deildinni.“ Jóhann Berg fór í smá frí eftir að ensku úrvalsdeildinni lauk og hann nýtti það frí vel. Bað unnustu sinnar sem sagði já. „Maður er að fullorðnast og ég ákvað að skella mér á skeljarnar. Þetta er algjörlega mitt ár og vonandi heldur það áfram í gegnum sumarið. Við vorum í Bodrum í Tyrklandi og áttum góða stund þar. Ég ákvað að henda mér á skeljarnar og var að reyna að vera nokkuð rómantískur,“ segir Jóhann Berg hamingjusamur. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins. 25. maí 2018 13:30 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Árið hefur verið magnað hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni sem var í lykilhlutverki hjá spútnikliði Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Hann fékk svo nýjan samning og er nýbúinn að trúlofa sig. Svo er HM fram undan. Þvílíkt ár. „Persónulega var tímabilið hjá mér gott sem og hjá liðinu. Að ná sjöunda sætinu, sem er Evrópudeildarsæti, var auðvitað magnað afrek. Ég kem því inn í þetta verkefni með bullandi sjálfstraust og hlakka til þess að hjálpa liðinu að gera góða hluti í Rússlandi,“ segir Jóhann Berg kátur í sólinni í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma á óvart að Jóhann hafi framlengt samningi sínum við Burnley enda gengur allt upp hjá honum þar. „Við fjölskyldan búum í Manchester og líkar vel þar. Ég spila svo alla leiki fyrir Burnley í úrvalsdeildinni þannig að ég er mjög sáttur við að vera áfram. Ég skrifaði undir samning svo snemma að það reyndi aldrei á áhuga annarra liða,“ segir Jóhann Berg en hann fær að reyna sig í Evrópudeildinni næsta vetur. „Sex stærstu liðin eru langt á undan öllum öðrum og það var því frábært að ná næsta sæti á eftir þeim. Næsta tímabil verður gríðarlega erfitt með Evrópudeildinni og mikið álag. Við förum inn með tilhlökkun og fyrsta markmð er alltaf að halda sætinu í deildinni.“ Jóhann Berg fór í smá frí eftir að ensku úrvalsdeildinni lauk og hann nýtti það frí vel. Bað unnustu sinnar sem sagði já. „Maður er að fullorðnast og ég ákvað að skella mér á skeljarnar. Þetta er algjörlega mitt ár og vonandi heldur það áfram í gegnum sumarið. Við vorum í Bodrum í Tyrklandi og áttum góða stund þar. Ég ákvað að henda mér á skeljarnar og var að reyna að vera nokkuð rómantískur,“ segir Jóhann Berg hamingjusamur.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins. 25. maí 2018 13:30 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Markahrókurinn Alfreð Finnbogason missti af ellefu leikjum á seinni hluta tímabilsins. 25. maí 2018 13:30
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59