Fótbolti

Alfreð: Enginn annar staður betri til þess að undirbúa sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð Finnbogason er klár í slaginn fyrir HM. Alfreð missti af ellefu leikjum í síðari hluta þýsku úrvalsdeildarinnar þar sem kappinn spilar fyrir Augnsburg en spilaði síðustu fjóra leikina og segist klár í slaginn.

„Ég var síðustu sex til sjö daga í Doha í endurhæfingarstöð sem heitir Aspetar. Ég var líka þar þegar ég var með nárameiðslin,” sagði Alfreð í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu liðsins í dag.

„Ég var að blanda saman smá fjölskyldufríi og sól. Það er nokkuð öruggt að það sé hiti og gott þar. Ég var að æfa og undirbúa mig líkamlega til þess að vera sem mest klár í HM.”

„Ég held að það sé enginn annar staður betri að undirbúa sig en þarna. Það eru góðir sjúkraþjálfarar, læknar og þjálfarar til að hjálpa manni til þess að undirbúa mann fyrir HM.”

Allt viðtalið við Alfreð má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem ræðir enn frekar heimsmeistaramótið og landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×