Fótbolti

Íslensku strákarnir flottir á forsíðu nýjasta Sports Illustrated

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Forsíða Sports Illustrated.
Forsíða Sports Illustrated. Sports Illustrated
Bandaríska íþróttablaðið Sports Illustrated setti íslensku landsliðsstrákana á forsíðuna í kynningarblaði sínu fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem hefst í Rússlandi í næsta mánuði.

Íslensku strákarnir eiga eina af fjórum útgáfum af forsíðum blaðsins en hinar eru af Harry Kane hjá Englandi, Mo Salah hjá Egyptalandi og landsliðsmönnum frá Mexíkó. Bandaríska landsliðið komst ekki í úrslitakeppni HM að þessu sinni.

Íslensku landsliðsmennirnir fjórir sem eru á forsíðunni eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson.

Strákarnir fjórir brugðu á leik fyrir ljósmyndarann en myndin var tekin í Bandaríkjaferð íslenska landsliðsins í marsmánuði.

Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, tveir þekktustu leikmenn íslenska liðsins, eru ekki á myndinni en þeir voru fjarverandi þegar myndatakan fór fram.

Fyrirsögnina mætta þýða: „Ísland. Litla liðið sem bítur frá sér“ en á ensku er hún „Iceland. The tiny underdog (Skol) has big bite“.











Hér fyrir neðan má síðan sjá allar forsíðurnar.













 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×