Innlent

Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum stað­festur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karl Wernersson hefur verið tíður gestur í dómsölum eftir hrun.
Karl Wernersson hefur verið tíður gestur í dómsölum eftir hrun. vísir/gva

Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra.

Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið sem dæmt var í snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Upphaflega var Ingunni sömuleiðis stefnt en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hana í fyrra.

Þeir Guðmundur, Karl og Steingrímur hafa áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti vegna sama máls. Í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna.

Dóm Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag má lesa hér.


Tengdar fréttir

Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×