Fótbolti

Aron Einar: Það eru engin hættumerki eftir þetta tap

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Mexíkó fagna einu marka sinna í leiknum.
Leikmenn Mexíkó fagna einu marka sinna í leiknum. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, spilaði fyrri hálfleikinn í 3-0 tapi fyrir Mexíkó í vináttulandsleik í Bandaríkjunum í nótt. Þetta voru fyrstu mínútur hans í langan tíma en hann gekkst undir aðgerð vegna ökklameiðsla seint á síðasta ári.

„Mér fannst ekki sanngjarnt að tapa þessum leik 3-0,“ sagði hann í samtali við Rúv eftir leikinn í nótt. „Mér fannst fyrri hálfleikur vel spilaður af okkar hálfu en þeir fengu í raun engin færi. Við vissum að þeir væru sterkir maður á móti manni en við náðum að stöðva allar þeirra sóknir, vorum þéttir og sóttum hratt þegar við fengum boltann,“ sagði fyrirliðinn.

„Svo fengu þeir aukaspyrnu [sem Mexíkó skoraði úr] sem ég skil ekki alveg. Emil [Hallfreðsson] náði bara boltanum. En þeir komust 1-0 yfir. Við verðum bara að halda áfram.“

Hann hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir tapið í nótt. „Það eru engin hættumerki á leik liðsins eftir tapið. Mín tilfinning er sú að mér leið vel inni á vellinum og okkur öllum. 3-0 tap gefur ekki rétt mynd af leiknum.“

Aron Einar segir að hann hafi verið nokkuð ryðgaður í leiknum í nótt. „Það er virkilega jákvætt að ég hafi náð 45 mínútum í leiknum en nú fer full einbeitng á Cardiff og svo kemur HM í sumar,“ sagði hann en Aron Einar spilar ekki með Íslandi gegn Perú á þriðjudag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×