Fótbolti

Ólíklegt að Kolbeinn spili

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty
Kolbeinn Sigþórsson mun líklegast ekki koma við sögu í leik Íslands og Perú á þriðjudaginn. Þá er ólíklegt að Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson verði með.

Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari Íslands, staðfesti þetta við fótbolta.net í kvöld.

Kolbeinn er að koma til baka eftir langvinn meiðsli og er í landsliðshópnum í fyrsta skipti frá því á EM í Frakklandi. Hann kom ekkert við sögu í tapinu fyrir Mexíkó aðfaranótt laugardags.

Hörður Björgvin og Jón Daði spiluðu heldur ekki gegn Mexíkó vegna meiðsla. Helgi sagði það koma á ljós á morgun hverjir geti verið með.

Rúrik Gíslason og Theodór Elmar Bjarnason urðu fyrir hnjaski í leiknum gegn Mexíkó en eiga þó að vera tilbúnir í leikinn við Perú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×