Fótbolti

Íslenskir stuðningsmenn í heimsfréttunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenskir stuðningsmenn verða líklega í brennidepli í Rússlandi í sumar
Íslenskir stuðningsmenn verða líklega í brennidepli í Rússlandi í sumar Vísir/Getty
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta komust enn einu sinni í heimsfréttirnar en það hefur vakið athygli heimsbyggðarinnar hversu margir sóttu um miða á HM í Rússlandi.

Íslendingar sóttu um 66 þúsund miða, sem er um 20 prósent þjóðarinnar.









Sportbible birti frétt um málið þar sem vitnað var í sendiherra Íslands í Rússlandi, Berglindi Ásgeirsdóttur. Hún sagði að sendiráðið væri í miklu samstarfi við rússnesk yfirvöld vegna mótsins.

„20 prósent af þjóðinni sýnir mikinn áhuga. Við erum stolt af því að vera þáttökuþjóð á mótinu.“

Þessi athygli fór ekki framhjá Knattspyrnusambandinu, sem þó veit ekki alveg hvernig á að túlka þessa tölu en geti þó sammælst um það að þetta séu jákvæðar fréttir.





Eins og áður hefur komið fram fá Íslendingar þó aðeins 8 prósent af aðgöngumiðum á hvern leik, sem er um 3200 miðar. Því munu ekki komast allir að sem vilja.


Tengdar fréttir

Rússlandsfarar þurfa að skoða vegabréfið sitt núna!

Utanríkisráðuneytið blés til fundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem ætla sér á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar var helst talað um tvo hluti. Hið svokallaða Fan Id og svo vegabréf Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×