Fótbolti

Samningaviðræður KSÍ og Heimis settar á ís

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty
Samningur Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, rennur út að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar en samningaviðræðum hans við Knattspyrnusambands Íslands hefur verið frestað.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þó er gagnkvæmur vilji að halda áfram samstarfinu áfram, að sögn Heimis. Undir hans stjórn unnu strákarnir okkar riðil sinn í undankeppni HM 2018.

Hann segir það ótímabært að ræða þetta mál á þessari stundu, en sameiginleg ákvörðun var tekin um að fresta frekar viðræðum á milli Heimis og KSÍ á meðan gengið er frá undirbúningi fyrir árið hjá íslenska liðinu sem er ansi stórt.

Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska landsliðinu þetta árið því að loknu HM í Rússlandi fer af stað Þjóðadeildin næsta haust en þar er Ísland í riðli með Sviss og Belgíu. Ef KSÍ fær að ráða verður Heimir áfram þjálfari liðsins.

„Við vonumst auðvitað til að það verði Heimir Hallgrímsson [...] Það er klárlega vilji KSÍ að semja við Heimi. Sá vilji er til staðar núna og verður alveg örugglega einnig fyrir hendi eftir keppnina,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×