Innlent

Hildur aðstoðar Þórdísi Kolbrúnu

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi suður.
Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi suður. Vísir/stefán
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Hildi Sverrisdóttur sem aðstoðarmann sinn.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Hildur hefji störf undir lok þessa mánaðar. Þórdís Kolbrún mun þar með hafa tvo aðstoðarmenn en fyrir er Ólafur Teitur Guðnason.

„Hildur er fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkjurkjördæmi suður. Á síðasta kjörtímabili var hún þingmaður fyrir flokkinn og þar áður borgarfulltrúi.

Hildur er fædd árið 1978. Hún er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lögmannsréttindi. Hún hefur meðal annars starfað sem lögfræðingur hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 og sem framkvæmdastjóri V-dags gegn kynferðisbrotum. Hildur skrifaði um árabil bakþanka í Fréttablaðið og ritstýrði jafnframt bókinni Fantasíur,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×