Fótbolti

Stærðfræðingur frá New York fann út líkur íslenska landsliðsins eftir 100 þúsund endurtekningar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna marki á EM 2016.
Íslensku strákarnir fagna marki á EM 2016. Vísir/Getty
Julien Guyon, fertugur franskur stærðfræðingur frá New York, hefur reiknað út líkurnar á því með hvaða liðum Ísland lendir í riðli þegar dregið verður í úrslitakeppni HM í Kremlín höllinni í dag.

Það er stór hluti heimsins að pæla í HM-drættinum og í dag verður Ísland í fyrsta sinn í pottinum.

Með stærðfræðina að vopni hefur Julien Guyon skrifað margar greinar um fótbolta í virt blöð eins The New York Times í Bandaríkjunum, Le Monde í Frakklandi og El Pais á Spáni.

Það má nálgast upplýsingar um skrif hans hér en það fer ekkert á milli mála að hér fer maður sem veit hvað hann syngur þegar kemur að stærðfræði og líkindareikningi.

Hér fyrir neðan má síðan sjá hvað Julien Guyon fann út hvað varðar möguleika mótherja íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi næsta sumar.

Það eru mestar líkur á því að við mætum Mexíkó eða 19,5 prósent en það eru síðan 18,5 prósent líkur á því að við lendum í riðli með Brasilíu eða Argentínu. Allar prósentutölurnar eru hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×