Fótbolti

Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir mæta Lionel Messi og félögum í Moskvu 16. júní á næsta ári.
Íslensku strákarnir mæta Lionel Messi og félögum í Moskvu 16. júní á næsta ári. vísir/getty
Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári.

Strákarnir okkar lentu í gríðarlega erfiðum riðli en þeir mæta m.a. snillingnum Lionel Messi. Ísland etur einmitt kappi við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM. Leikurinn fer fram 16. júní í Moskvu.

Tuttugastaogannan júní mætir Ísland Nígeríu í Volgograd og fjórum dögum síðar mæta strákarnir Króötum í Rostov.

Íslenska þjóðin fylgdist að sjálfsögðu spennt með drættinum í dag og lét skoðanir sínar flakka á Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta.


Tengdar fréttir

Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn

Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×