Fótbolti

Gary Lineker og félagar að æfa sig fyrir HM-dráttinn og þá kom þetta upp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Lineker.
Gary Lineker. Vísir/Samsett/Getty
HM-drátturinn fer fram á föstudaginn í Kremlín í Moskvu og allir þar eru á fullu að æfa sig fyrir þennan stóra dag þar sem 32 þjóðir bíða spenntar eftir því að sjá hverjir andstæðingar þeirra verða á HM í Rússlandi næsta sumar.

Gary Lineker, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og markakóngur á HM í Mexíkó 1986, mun stýra drættinum ásamt heimakonunni Mariu Komandnaya.

Goðsagnirnar Laurent Blanc, Gordon Banks, Cafu, Fabio Cannavaro, Diego Forlan, Diego Maradona og Carles Puyol verða þeim innan handar í Moskvu.

Gary Lineker greindi frá því á Twitter í dag að fyrsta æfingin hafi nú farið fram og þá kom England fyrst upp úr pottinum úr öðrum styrkleikaflokki.



Þetta hefði þýtt að Rússland og England myndu mætast í opnunarleik keppninnar sem fram fer 14. júní næsta sumar.

Íslenska landsliðið er í þriðja styrkleikaflokki en gæti samt ekki lent í þessum riðli því aðeins tvær Evrópuþjóðir mega vera saman í riðli á HM. Hinar þjóðirnar í riðlinum með Rússum og Englendingum hefðu því þurft að koma frá Afríku, Asíu eða Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×