Innlent

Flóttamanni ekki gerð refsing fyrir brot gegn valdstjórninni

Dómurinn leit til aðstæðna mannsins þegar brotið var framið og ákvað að gera honum ekki refsingu.
Dómurinn leit til aðstæðna mannsins þegar brotið var framið og ákvað að gera honum ekki refsingu. Vísir/GVA
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í gær sýrlenskan kvótaflóttamann fyrir brot gegn valdstjórninni. Manninum var ekki gerð refsing.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru í desember 2015 kölluð að íbúð mannsins en þar otaði hann að þeim hníf. Síðar var sérsveitin kölluð út vegna málsins. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði ætlað að skaða sjálfan sig en ekki aðra. Þótti hann engu að síður hafa brotið gegn valdstjórninni með háttalagi sínu.

Þegar maðurinn var ellefu ára lenti hann í gassprengingu og stór hluti andlits hans brann af. Ein af ástæðum þess að hann kom til Íslands var að hann átti von á að geta fengið andlitságræðslu. Þann dag sem atvikið átti sér stað hafði hann fengið þær fréttir að slíkt væri ekki hægt. Við ákvörðun refsingar leit dómari málsins til þess að maðurinn var í miklu uppnámi vegna þessa. Engin refsing var dæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×