Fótbolti

Sjáðu eldræðu Alexi Lalas: Ætlið þið að halda áfram að vera aumir, tattúveraðir milljónamæringar sem valda vonbrigðum?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexi Lalas er skrautlegur karakter.
Alexi Lalas er skrautlegur karakter. vísir/getty
Alexi Lalas, fyrrverandi leikmaður bandaríska landsliðsins, er langt frá því að vera sáttur með stöðuna hjá landsliðinu.

Bandaríska liðið situr í 4. sæti úrslitariðils Norður- og Mið-Ameríkuhluta undankeppni HM 2018 fyrir síðustu tvær umferðirnar. Liðið sem endar í 4. sæti fer í umspil við lið frá Asíu um sæti á HM.

Bandaríkin eru þó langt frá því að vera öruggir með þetta 4. sæti því Hondúras er með jafn mörg stig í því fimmta.

Lalas, sem starfar sem sparkspekingur hjá Fox Sports, lét bókstaflega alla sem tengjast bandaríska liðinu heyra það í gær.

Lalas nefndi sérstaklega Tim Howard, Geoff Cameron, Clint Dempsey, Michael Bradley, Jozy Altidore, landsliðsþjálfarann Bruce Arena og Christian Pulisic sem hann kallaði reyndar undrabarnið.

„Hvað ætlið þið að gera? Ætlið þið að halda áfram að vera aumir, tattúveraðir milljónamæringar sem valda vonbrigðum? Þið tilheyrið kynslóð sem hefur fengið allt upp í hendurnar. Þið eruð á góðri leið með að klúðra öllu. Nú er tími til kominn að borga til baka,“ sagði Lalas.

Þessa eldræðu Lalas má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×