Fótbolti

Fimm manna körfuboltalið Heimis: "Kári væri undir körfunni því hann er hávaxinn og frekur"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir á EM í fyrra.
Heimir á EM í fyrra. vísit/getty
Skúli Sigurðsson á vefsíðunni Karfan.is tók skemmtilegt viðtal við landsliðsþjálfarann í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson.

Þar bað hann landsliðsþjálfarann í knattspyrnu um að stilla upp fimm manna körfubolta-byrjunarliði úr fótbolta landsliðshópnum.

„Ég er búinn að vera einlægur aðdáandi körfuboltaþáttanna til dæmis og þar fara algjörir snillingar með ferðina," sagði Heimir í samtali við Skúla á Körfunni.

Hvernig væri fimm-manna lið Heimis?

„Ég hugsa að ég tæki stóru strákanna. Ég tæki Kára og hann væri eins og sveitastrákurinn að norðan. Hann væri undir körfunni, ekki bara því hann er hávaxinn því hann er líka frekur."

„Hörður er fjölhæfur og Sverrir Ingi er annar. Við yrðum með hávaxið fimm manna lið í körfubolta og svo eru Gylfi og Jói Berg. Þeir fara alltaf í körfubolta á leikdegi í stað þess að fara í fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×