Fótbolti

Markaveisla Spánverja gegn Liecthenstein

Íþróttadeild skrifar
Iago Aspas átti góða innkomu í lið Spánar í kvöld
Iago Aspas átti góða innkomu í lið Spánar í kvöld Vísir/Getty
Spánverjar rúlluðu yfir Liechtenstein í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í kvöld. Lokatölur urðu 8-0 fyrir Spánverja.

Sergio Ramos skoraði fyrsta markið á 3. mínútu. Alvaro Morata bætti öðru við á 15. mínútu og aðeins einni mínútu síðar kom Isco Spánverjum í 0-3. David Silva bætti við fjórða markinu á 39. mínútu.

Iago Aspas kom inn fyrir David Silva í hálfleik og var ekki lengi að bæta við markaveisluna, því hann skoraði á 51. mínútu og lagði svo umm sjötta mark Spánverja og annað mark Morata á 54. mínútu. Aspas setti svo sitt annað mark á 63. mínútu.

Til að kóróna slæman dag Liechtenstein skoraði Maximilian Goppel sjálfsmark á 89. mínútu. Þar við sat og lokatölur 8-0.

Annars staðar á G-riðli fóru Ítalir með 1-0 sigur á Ísrael eftir mark frá Ciro Immobile og Makedóníumenn gerðu 1-1 jafntefli við Albani þar sem Aleksandar Trajkovski og Odise Roshi skoruðu mörkin.

Spánverjar eru því með 22 stig á toppi riðilsins, og Ítalir þar á eftir með 19. stig þegar tveir leikir og sex stig eru eftir í pottinum.

Tíu Serbar unnu Íra 0-1 í Dublin. Aleksandar Kolarov skoraði sigurmark Serba á 55. mínútu, en Nikola Maksimovic var rekin útaf eftir 68. mínútna leik.

Walesverjar unnu 0-2 sigur á Moldóvu. Hal Robson-Kanu kom Wales yfir á 80 mínútu eftir stoðsendingu frá Ben Woodburn og Aaron Ramsey innsiglaði svo sigurinn í uppbótartíma. Austurríki og Georgía gerðu 1-1 jafntefli. Louis Schaub og Valeriane Gvilia skoruðu mörkin.

Staðan í D-riðli er þá þannig að Serbar eru efstir með 18 stig, Wales í öðru sæti með 14 stig og Írland í því þriðja með 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×