Fótbolti

Falla um tvö sæti á FIFA-listanum en eru aftur orðnir konungar norðursins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland vann góðan sigur á Úkraínu á þriðjudaginn.
Ísland vann góðan sigur á Úkraínu á þriðjudaginn. vísir/anton
Ísland verður í 22. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem verður gefinn út 14. september, ef marka má útreikninga spænska tölfræðingsins Mr. Chip á Twitter.

Ísland fellur um tvö sæti frá síðasta lista. Íslensku strákarnir eru þó aftur orðnir konungar norðursins því Svíþjóð fellur um þrjú sæti frá síðasta lista; úr 20. í 23. sæti. Danmörk er í 26. sæti.

Besti árangur Íslands á styrkleikalista FIFA er 19. sæti sem liðið náði í júlí síðastliðnum.

Þýskaland stekkur upp fyrir Brasilíu og í toppsæti styrkleikalistans. Evrópumeistarar Portúgals eru í 3. sæti og Argentína í því fjórða. Belgía er í 5. sæti og Pólland í því sjötta.

Styrkleikalisti FIFA, september 2017:

1. Þýskaland

2. Brasilía

3. Portúgal

4. Argentína

5. Belgía

6. Pólland

7. Sviss

8. Frakkland

9. Síle

10. Kólumbía

11. Spánn

12. Perú

13. Wales

14. Mexíkó

15. England

16. Úrúgvæ

17. Ítalía

18. Króatía

19. Slóvakía

20. N-Írland

21. Kosta Ríka

22. Ísland

23. Svíþjóð

24. Úkraína

25. Íran




Fleiri fréttir

Sjá meira


×