Fótbolti

Ögmundur gæti verið á leið frá Hammarby

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ögmundur í leik með Hammarby.
Ögmundur í leik með Hammarby. vísir/getty
Svo gæti farið að Ögmundur Kristinsson hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Hammarby í Svíþjóð. Félagið hefur samið við nýjan markvörð, Johan Wiland, sem fer beint í byrjunarliðið.

Hammarby mætir Jönköping í sænsku úrvalsdeildinni á morgun en Ögmundur hefur spilað alla leiki liðsins á tímabilinu og verið aðalmarkvörður liðsins síðan á haustmánuðum 2014.

„Þetta er ný staða fyrir hann og þess vegna tökum við hann ekki með á morgun,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari Hammarby, við sænska miðilinn Expressen í dag.

Wiland kemur frá Malmö og fer beint í byrjunarlið Malmö.

„Þetta hefur gerst mjög hratt allt saman og því höfum við gefið Ögmundi tækifæri til að nýta næstu daga til að ræða við sín umboðsmann og vinna í sínum málum.“

Michelsen sagði að Ögmundur hafi tekið tíðindunum vel enda viti hann hvernig heimur atvinnumannsins er. „Hann er með gott viðhorf og góður markvörður en svona er þetta. Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×