Fótbolti

Ingvar og Forlán gætu orðið samherjar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Forlán var valinn besti leikmaður HM 2010 þar sem Úrúgvæ lenti í 4. sæti.
Forlán var valinn besti leikmaður HM 2010 þar sem Úrúgvæ lenti í 4. sæti. vísir/getty
Svo gæti farið að Ingvar Jónsson og Diego Forlán yrðu samherjar hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandefjord.

„Við erum að reyna að fá Forlán til Sandefjord. Þótt hann hafi ekki spilað í hálft ár getur hann bætt ýmsu við liðið,“ sagði norski umboðsmaðurinn Terje Liverød í samtali við NTB en hann vinnur að því að fá Forlán til Sandefjord sem situr í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Forlán hefur átt afar farsælan feril en hann hefur m.a. leikið með Manchester United, Villarreal, Atlético Madrid og Inter.

Þá lék Forlán 112 landsleiki fyrir Úrúgvæ á árunum 2002-14 og skoraði 36 mörk. Hann var valinn besti leikmaður HM 2010 þar sem Úrúgvæar enduðu í 4. sæti.

Forlán lék síðast með Mumbai City í Indlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×