Tækifæri í dag að vinna sér inn heiðurinn „Vítaskytta Íslands“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson er vítaskytta landsliðsins en hann getur þó ekki kallað sig „Vítaskyttu Íslands“ Vísir/Samsett/Getty/EPA/AFP Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Flest fótboltáhugafólk hefur séð ófáar vítaspyrnukeppnir á stórmótum í sjónvarpinu í gegnum tíðina og hafa eflaust velt fyrir sér hvernig það væri að standa á vítapunktinum. Pressan verður aðeins minni í Laugardalnum í dag en þar sem möguleiki á það sýna það að maður hafi taugarnar í að standa á vítapunktinum þegar margir eru að horfa. Það verður mikið fjör í Laugardalnum í dag þar sem hápunkturinn er leikur Íslands og Króatíu í undankeppni HM í kvöld. Fram að því verður KSÍ með sérstakt stuðningsmannasvæði á bílastæðinu fyrir framan stóru stúkuna á Laugardalsvelli. En aftur að vítaspyrnunum. Vefsíðan Fótbolti.net stendur nefnilega fjórða árið í röð fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands fyrir árið 2017. Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 16:30 á en klukkan 18:45 fer fram landsleikur Íslands og Króatíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn. Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 16:00. Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er þúsund krónur en allur ágóði rennur í ferð fyrir Vildarbörn Icelandair. Vildabörn Icelandair eru sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina til stuðnings veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Sigurvegarinn í keppninni fær gjafabréf frá Icelandair en um er að ræða flugmiða fyrir tvo til Evrópu. Þá fær sigurvegarinn gjafabréf frá adidas og úr frá 24 Iceland. Þrír efstu þátttakendurnir fá allir bolta frá adidas. Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig í ferðina fyrir Vildarbörn Icelandair. Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni en í fyrra tóku um það bil 300 manns á öllum aldri þátt. Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark. Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti