Fótbolti

Arnór kemur inn í landsliðið fyrir leikinn gegn Írlandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
KSÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir stuttu þar sem það kom fram að Arnór Smárason hafi verið kallaður inn í hóp íslenska landsliðsins fyrir æfingarleikinn gegn Írlandi ytra á þriðjudaginn.

Kemur fram að hann muni koma til móts við liðið í Dublin í dag en íslenska liðið mætir því írska í vináttuleik á Aviva-leikvanginum á þriðjudaginn en þetta verður fjórði vináttuleikur íslenska landsliðsins á þessu ári.

Tilkynnt var í gær að ákveðið hefði verið að senda Arnór Ingva Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfa Þór Sigurðsson til nánari rannsóknar hjá félagsliðum sínum eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Kósóvó á föstudaginn.

Hinn 29 árs gamli Arnór á að baki 21 leik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim tvö mörk en hann lék síðast með landsliðinu í æfingarmótinu sem liðið tók þátt í Kína í janúar.

Leikur Írlands og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á þriðjudaginn en bein útsending hefst klukkan 18:40.


Tengdar fréttir

Arnór, Emil og Gylfi draga sig úr hópnum fyrir leikinn gegn Írlandi

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins sem byrjuðu leikinn gegn Kósóvó verða ekki með liðinu í æfingarleiknum gegn Írlandi á þriðjudaginn en Emil, Gylfi og Arnór Ingvi meiddust allir í leik gærdagsins og hefur verið tekin ákvörðun um að senda þá til félagsliða sinna í nánari skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×