Burberry og Coach mögulega að sameinast? Ritstjórn skrifar 24. október 2016 12:15 Burberry er eitt þekktasta vörumerki heims. Mynd/Getty Orðrómur þess efnis að Burberry sé að skoða mögulegan samruna við bandaríska fatamerkið Coach hefur verið ansi hávær frá því á föstudaginn seinasta. Það var bloggsíðan Betaville sem greindi fyrst frá þessu. Strax í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Burberry um yfir 4%. Samkvæmt heimildum Betaville er um 20 milljarða dollara sameiningu að ræða. Hvorki Burberry né Coach hafa þó viljað gera athugasemd við sögusagnirnar. Burberry er þekktasta tískuhús Bretlands og með þeim þekktari um allan heim. Það var stofnað árið 1856 svo það hefur ríka sögu og skiptir miklu máli fyrir breska menningu. Frakkarnir þeirra eru heimsfrægir sem og hið fræga Burberry köflótta munstur. Flestir hönnuðir og fataverslanir hafa reynt að apa eftir þeim eða gera sína eigin útgáfu. Coach hefur átt í erfiðleikum með rekstur sinn seinustu ár en þau hafa ekki náð til neytenda eins og fyrir rúmum áratugi síðan, þegar fyrirtækið náði seinast hápunkti. Tískuhúsið er töluvert yngra en Burberry en það var stofnað 1941 í Bandaríkjunum og er þekktast fyrir töskurnar sínar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort að eitthvað verði úr samrunanum og hvernig hann mun fara fram. Líklegt verður að teljast að Coach muni ganga inn í Burberry og að reksturinn verði sameinaður undir breska merkinu en það er aldrei hægt að taka neinu sem sjálfsögðum hlut í heimi tísku og viðskipta. Mest lesið Silfurrefurinn 76 ára í dag Glamour Klæddist skótrendi ársins á rauða dreglinum Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Leðurjakkar, rúllukragar og netasokkar á fyrsta degi Airwaves Glamour Eyeliner trixið sem breytir öllu Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour Tískan tekur yfir Kaupmannahöfn Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour
Orðrómur þess efnis að Burberry sé að skoða mögulegan samruna við bandaríska fatamerkið Coach hefur verið ansi hávær frá því á föstudaginn seinasta. Það var bloggsíðan Betaville sem greindi fyrst frá þessu. Strax í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Burberry um yfir 4%. Samkvæmt heimildum Betaville er um 20 milljarða dollara sameiningu að ræða. Hvorki Burberry né Coach hafa þó viljað gera athugasemd við sögusagnirnar. Burberry er þekktasta tískuhús Bretlands og með þeim þekktari um allan heim. Það var stofnað árið 1856 svo það hefur ríka sögu og skiptir miklu máli fyrir breska menningu. Frakkarnir þeirra eru heimsfrægir sem og hið fræga Burberry köflótta munstur. Flestir hönnuðir og fataverslanir hafa reynt að apa eftir þeim eða gera sína eigin útgáfu. Coach hefur átt í erfiðleikum með rekstur sinn seinustu ár en þau hafa ekki náð til neytenda eins og fyrir rúmum áratugi síðan, þegar fyrirtækið náði seinast hápunkti. Tískuhúsið er töluvert yngra en Burberry en það var stofnað 1941 í Bandaríkjunum og er þekktast fyrir töskurnar sínar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort að eitthvað verði úr samrunanum og hvernig hann mun fara fram. Líklegt verður að teljast að Coach muni ganga inn í Burberry og að reksturinn verði sameinaður undir breska merkinu en það er aldrei hægt að taka neinu sem sjálfsögðum hlut í heimi tísku og viðskipta.
Mest lesið Silfurrefurinn 76 ára í dag Glamour Klæddist skótrendi ársins á rauða dreglinum Glamour Tískuelítan fjölmennti á rauða dregilinn Glamour Leðurjakkar, rúllukragar og netasokkar á fyrsta degi Airwaves Glamour Eyeliner trixið sem breytir öllu Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Ísland í aðalhlutverki í nýrri herferð hjá Selected Glamour Tískan tekur yfir Kaupmannahöfn Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour