Leikjavísir

Íslandslaus FIFA 17 slær sölumet í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
FIFA 17 kom út 27. september síðastliðinn.
FIFA 17 kom út 27. september síðastliðinn. Mynd/EA Sports
Tölvuleikurinn FIFA 17 sló sölumet í Bretlandi í síðustu viku en leikurinn kom út um heim allan þann 27. september síðastliðinn.

Í frétt VG247 segir að leikurinn hafi skotist beint á topp sölulistans og var salan 18 prósent meiri fyrstu vikuna í sölu, borið saman við fyrirrennarinn FIFA 16. Þetta gerir leikinn að söluhæsta FIFA-leiknum frá upphafi, ef litið er til sölu fyrstu vikuna, en FIFA 13 átti fyrra metið.

Kappakstursleikarinn Forza Horizon 3 fór niður í annað sæti breska sölulistans og Lego Starwars: The Force Awakens skipar þriðja sæti listans.

Eins og frægt er orðið er íslenska landsliðið ekki með í leiknum, eftir að KSÍ neitaði boði framleiðandans EA Sports. Samkomulag hefur þó náðst um að kvenna- og karlalið Íslands verði með í næstu útgáfu leiksins, FIFA 18.

Að neðan má sjá tíu mest seldu tölvuleikina í Bretlandi í síðustu viku:

1) FIFA 17

2) Forza Horizon 3

3) Lego Starwars: The Force Awakens

4) BioShock: The Collection

5) XCOM 2

6) PES 2017

7) Destiny: The Collection

8) Rocket League

9) NBA 2K17

10) GTA 5


Tengdar fréttir

EA Sports hafði samband við KSÍ vegna FIFA 18

Tölvuleikjafyrirtækið EA Sports hafði samband við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um viðræður um að íslenska landsliðið yrði með í næstu útgáfu af tölvuleiknum vinsæla FIFA 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×