Fótbolti

Fýluferð til Frakklands varð að gleðiferð á Nordica

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Brynjar Óttar og Pétur Steinar með landsliðsmönnunum Gylfa, Sverri Inga, Jóhanni Berg og Alfreð.
Brynjar Óttar og Pétur Steinar með landsliðsmönnunum Gylfa, Sverri Inga, Jóhanni Berg og Alfreð. Mynd af Facebook-síðu Þorgríms Þráinssonar
Þorgrímur Þráinsson segir frá bræðrum á Facebook-síðu sinni sem fóru fýluferð til Parísar í sumar en hittu landsliðið í gær á Nordica.

Bræðurnir Brynjar Óttar og Pétur Steinar voru sviknir um miða á landsleik Íslands og Frakklands í París á EM í sumar. Í gær fóru drengirnir á Nordica og hittu fyrir íslenska landsliðið sem gladdi þá með áritaðari treytu og skóm frá Birki Bjarnasyni.

Þorgrímur var á staðnum og myndaði glaða bræðurnar með landsliðshetjum sem vildu ólmir gleðja bræðurna og bæta fyrir vonbrigðin frá því í sumar sem landsliðið bar þó enga ábyrgð á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×