Fótbolti

Rooney hefði átt að hætta eftir EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Shilton fékk á sig frægasta mark fótboltasögunnar á HM 1986. Þá skoraði Diego Maradona gegn honum með hendinni.
Shilton fékk á sig frægasta mark fótboltasögunnar á HM 1986. Þá skoraði Diego Maradona gegn honum með hendinni. vísir/getty
Enska markvarðargoðsögnin Peter Shilton skilur ekki af hverju Wayne Rooney er enn að spila með enska landsliðinu.

Shilton segir að Rooney hefði átt að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar.

„Hann hefði átt að hætta og ég er ekki að segja það af því hann getur slegið landsleikjametið mitt. Hann er bara ekki miðjumaður,“ sagði hinn 66 ára gamli Shilton sem er landsleikjahæsti Englendingurinn frá upphafi með 125 landsleiki. Rooney er nú búinn að spila 116.

Shilton ætti nú að vita eitthvað um það sjálfur hvenær á að hætta en sjálfur hætti hann allt of seint og leit ekki vel út á seinni stigum síns landsliðsferils.

Það er mikið rætt og ritað um Rooney og hlutverk hans í landsliðinu eftir leikin gegn Slóvakíu og margir eru sammála Shilton á því að kominn sé tími á Rooney með landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×