Fótbolti

Stjarna Pulisic skein skært

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pulisic á ferðinni í nótt.
Pulisic á ferðinni í nótt. vísir/getty
Bandaríska ungstirnið Christian Pulisic varð í nótt yngsti leikmaðurinn til þess að spila í byrjunarliði bandaríska landsliðsins.

Pulisic er 17 ára og 353 daga. Hann sýndi og sannaði í nótt að hann er vel tilbúinn í stórt hlutverk í bandaríska liðinu.

Bandaríska liðið lagði Trinidad & Tobago 4-0 þar sem Jozy Altidore skoraði tvö mörk. Sacha Kljestan og Paul Arriola skoruðu einnig fyrir Bandaríkjamenn.

Þeir unnu þar með sinn riðil og eru komnir í úrslitariðilinn þar sem spilað verður um laus sæti á HM. Mexíkó er þegar búið að tryggja sig inn í sama riðil.

Pulisic, sem er leikmaður Dortmund, var ekki bara í liðinu heldur í treyju númer tíu og stóð undir nafni sem alvöru tía. Lagði upp mark og skapaði aragrúa færa.

Það hefur mikið verið látið með hæfileika þessa drengs og hann sannaði að hann getur vel staðið undir væntingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×