Fótbolti

Strákarnir lentir í París

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Strákarnir okkar eru komnir til Parísar þar sem þeir eiga fyrir höndum síðasta leik sinn í riðlakeppni EM 2016 gegn Austurríki á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakklands, klukkan 16.00 á morgun.

Eins og vanalega flaug liðið frá Chambéry en það lenti á Charles de Gaulle-flugvellinum í París rétt fyrir klukkan 14.00 í dag.

Sérmerkt rúta beið strákanna og eins og alltaf voru vopnaðir verðir, lögreglan og sérsveitin til staðar til að passa okkar menn.

Íslenska liðið verður með blaðamannafund klukkan 15.45 að íslenskum tíma á Stade de France sem verður í beinni á Vísi. Þeir æfa svo á þessum magnaða leikvangi klukkan 16.30.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar

Strákarnir okkar mæta Austurríki í lokaumferð riðlakeppni EM á Stade de France á miðvikudaginn. Náist ekki að minnsta kosti punktur í París er frumraun Íslands á EM í Frakklandi lokið. Íslenska liðið ætlar sér hinsvegar áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×