Varð alveg hoppandi og skoppandi glaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. júní 2016 09:30 Egill er grallaralegur þegar hann segir frá tröllunum. Enda segir í áliti fagráðsins sem valdi hann á Feneyjatvíæringinn: „Uppátækjasemi og skopskyn einkenna verk Egils.“ Vísir/Anton Brink Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dómnefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til,“ segir Egill. „Þetta er spes verkefni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að framlagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í fréttatilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mánuðum sem langaði til að verða listamenn. „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýningu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíæringinn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og enginn skilur neitt. Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyjatvíæringnum verða tröllvaxnasta viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir listamaðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlitslausra stórfyrirtækja eða eineltishópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýningarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar. Menning Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ég fékk fréttirnar 20. júní og varð alveg hoppandi og skoppandi glaður. Dómnefndin var búin að vera í tvær vikur að velta tillögunum fyrir sér og fara ofan í saumana á þeim. Ég var að deyja úr spenningi,“ segir Egill Sæbjörnsson listamaður sem verður þátttakandi á Feneyjatvíæringnum 2017 fyrir Íslands hönd. „Ég hlakka mjög til,“ segir Egill. „Þetta er spes verkefni og dálítið frábrugðið því sem ég hef áður gert.“ Tuttugu og níu tillögur að framlagi til Feneyjatvíæringsins bárust Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar eftir að hún auglýsti eftir þeim, þrjár þeirra voru valdar til frekari útfærslu og tillaga Egils var valin. Hinar tvær voru frá Gjörningaklúbbnum og Margréti Blöndal myndlistarkonu. Í fréttatilkynningu um valið segir: „Egill beitir kímni sinni, klókindum og dýpt, öllu á sama tíma. Hann ruglar fólk í ríminu og kemur á óvart á meðan hann leiðir okkur á ánægjulegan hátt að tilvistarlegum spurningum.“ Þessi lýsing rímar algerlega við málflutning Egils þegar úrslit voru kynnt. Þar talaði hann um nokkur mögnuð tröll sem hann hafi kynnst fyrir nokkrum mánuðum sem langaði til að verða listamenn. „Svo var ég búinn að vera með þeim að föndra eitthvert dót og tröllin voru búin að breka um að vera með mér á sýningu. Ég var næstum búinn að lofa að þau fengju að vera með mér á sýningu hér í Reykjavík en þá kom upp þessi samkeppni um Feneyjatvíæringinn. Þetta er eiginlega verkið. Einhvers konar espressóbar,“ segir listamaðurinn og brosir – og enginn skilur neitt. Egill er ekki einhamur í listinni. Hann er bæði mynd-, tón- og gjörningalistamaður auk þess að vera tónskáld. Hann býr og starfar bæði í Berlín og Reykjavík. Þótt hann hafi víða sýnt og margt brallað á listamannsferli sínum segir hann þátttöku á Feneyjatvíæringnum verða tröllvaxnasta viðburðinn á listamannsferlinum hingað til.“ Enn koma sem sagt tröllin við sögu, enda segir listamaðurinn þau víða geta birst og er kominn undir grínyfirborðið þegar hann sér þau fyrir sér í líki andlitslausra stórfyrirtækja eða eineltishópa á skólalóðinni. Nú er næsta mál hjá Agli að fara út til Feneyja að skoða rýmið sem honum er ætlað þar, ásamt sýningarstjóranum Stefanie Böttcher og Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Þau halda utan í lok þessa mánaðar.
Menning Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira