Fótbolti

Vantar þig miða á EM? | Síðustu miðarnir í sölu 26. apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Frakklandi í sumar og þar verður íslenska karlalandsliðið með í fyrsta sinn.

Margir Íslendingar hafa tryggt sér miða í leiki íslenska liðsins en þeir sem hafa ekki enn fengið miða þurfa ekki að örvænta.

Þeir sem hafa ekki tryggt sér miða á EM en hafa áhuga á að fara geta mögulega keypt miða í gegnum miðasölu sem opnar þann 26. apríl.

Um er að ræða fyrstur kemur, fyrstur fær og skiptir því mestu máli að fara strax á miðasölukerfi UEFA þegar salan opnar til að sækja um miða.

Það má búast við miklum áhuga á þessa seinustu miða á EM og Knattspyrnusamband Íslands hvetur alla að sækja um um miða á miðasöluvefnum.

Hægt er að fara á miðsöluvef UEFA og skrá áhuga á tilteknum leikjum og svo kemur í ljós hvort miðar séu til á viðkomandi leiki.

Einungis verður hægt að kaupa miða með MasterCard eða Visa-greiðslukortum.

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um miðasöluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×